Stackers er 12 ára gamalt fyrirtæki með ástríðu fyrir fallegu skipulagi. Stofnendum Stackers fannst vöntun á fallegum vörum til þess að geyma skartið og hófu því framleiðslu á Stackers. Vörurnar þeirra eru einstaklega skemmtilegar þar sem hægt er að raða þeim saman að eigin vild. Ferðaskrínin þeirra hafa svo verið vinsæl til þess m.a að taka með í ferðalagið, sund eða ræktina.