Danskt lífrænt vörumerki. Grums var stofnað árið 2016 af Simon og Rasmus í Árósum í Danmörku. Grums framleiðir hágæða sjálfbærar húðvörur úr lífrænum kaffikorgi frá La Cabra Coffee Roasters í Árósum, Danmörku. Þeir trúa því að hægt sé að búa til húðvörur út frá sjálfbæru hugarfari og hráefnum án þess að skerða gæði, útlit, áferð eða eiginleika.