Um Grums
Danskt vörumerki
Grums var stofnað árið 2016 af Simon og Rasmus í Árósum í Danmörku. Grums framleiðir hágæða sjálfbærar húðvörur úr kaffikorgi frá La Cabra Coffee Roasters í Árósum, Danmörku. Þeir trúa því að hægt sé að búa til húðvörur út frá sjálfbæru hugarfari og hráefnum án þess að skerða gæði, útlit, áferð eða eiginleika.
Umhverfið í fyrirrúmi
Allar vörurnar frá Grums eru ‘Green Certified’ og 100% vegan, nema andlitsskrúbburinn en hann er með býflugnavaxi og er því eina varan sem er ekki vegan. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, umbúðirnar eru úr „Green plastic“. Búnar til úr PE- plasti - plöntu sykrum (plant based plastic) og eru 100% endurvinnanlegar.
Gefa til baka
Grums er meðlimur „1% for the planet“ sem þýðir að þeir gefa 1% af ágóða sínum til góðgerðasamtaka umhverfismála til að hjálpa jörðinni.