Þessi síða er með takmarkaðan stuðning fyrir þinn vafra. Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Collections

Byon

Einkenni Byon eru skemmtilegir litir og líflegar vörur. Byon er sænskt merki sem elskar að koma á óvart. Hönnun þeirra er þó alltaf hagnýt en með skemmtilegum formum og nýjungum ná þeir alltaf að heilla og um leið koma á óvart.

Skoða vöruflokk
 
 

Graccioza

Graccioza framleiðir vörur úr 100% bómull við bestu aðstæður í Portúgal.

Skoða vöruflokk

Grums

Danskt lífrænt vörumerki. Grums var stofnað árið 2016 af Simon og Rasmus í Árósum í Danmörku. Grums framleiðir hágæða sjálfbærar húðvörur úr lífrænum kaffikorgi frá La Cabra Coffee Roasters í Árósum, Danmörku. Þeir trúa því að hægt sé að búa til húðvörur út frá sjálfbæru hugarfari og hráefnum án þess að skerða gæði, útlit, áferð eða eiginleika.

Skoða vöruflokk
 
 
 
 
 
 

House Doctor

House Doctor er þekkt danskt hönnunarmerki. Hugmyndafræði þeirra er einföld: Að leggja sitt af mörkum við sköpun á jafnvægi, einfaldleika og samhæfðum stíl innan veggja heimilisins. House Doctor keppist við að leyfa persónulegum stíl hvers og eins að njóta sín.

Skoða vöruflokk

Hydrea London

Hydrea London var stofnað árið 1997 af The Natural Sea Sponge Company sem leggur mikið upp úr því að nota endurvinnanleg efni sem eru ekki skaðleg umhverfi okkar heldur styðja við það. Vörurnar eru hannaðar með mikla áherslu á smáatriði til að tryggja sem mestan árangur samhliða því því að tryggja náttúrulegt innihald.

Skoða vöruflokk
 
 
 
 

Iittala

Iittala er rótgróið merki en það kom fyrst á markað 1881. Síðan þá hefur Iittala framleitt listrænar gler- og leirvörur og náð miklum vinsældum. Iittala leggur þó alltaf áherslu á að vörurnar þeirra séu hagnýtar og endingargóðar samhliða fegurð.

Skoða vöruflokk
 
 

Kersten

Í næstum því 50 ár hefur hollenska fjölskyldufyrirtækið Kersten boðið upp á fallegar gjafavörur og skrautmuni fyrir heimili, hótel og veitingastaði. Kersten kynnir nýjar vörulínur tvisvar sinnum á ári þar sem stefnt er að því að endurspegla nýjustu tískustrauma.

Skoða vöruflokk
 
 
 
 
 
 
 

Kosta Boda

Kosta Boda er leiðandi vörumerki í heiminum í dag þegar kemur að glervörum. Tækni og skilningur á gleri hefur þróast í hjarta skóganna í sænska héraðinu Småland síðan 1742. Vörur Kosta Boda eru lifandi, djarfar, nýstárlegar og ögrandi. Þær skera sig úr og eru í aðalhlutverki í hvaða rými sem þær eru í. Kosta Boda er sönn ástríða.

Skoða vöruflokk

På Stell

På Stell er norskt vörumerki sem býður aðeins upp á lífrænar hreinlætisvörur sem virkilega virka, eru auðveldar í notkun og árangursríkar án þess að skaða náttúruna. Auk þess að lágmarka fjölda vara sem þarf til að halda heimilinu hreinu.

Skoða vöruflokk

Sagaform

Sagaform hefur í 25 ár framleitt fallega og nytsamlega hönnun frá Svíþjóð. Vörur væntanlegar.

Skoða vöruflokk
 
 
 
 
 
 
 

Stackers

Stackers er 12 ára gamalt fyrirtæki með ástríðu fyrir fallegu skipulagi. Stofnendum Stackers fannst vöntun á fallegum vörum til þess að geyma skartið og hófu því framleiðslu á Stackers. Vörurnar þeirra eru einstaklega skemmtilegar þar sem hægt er að raða þeim saman að eigin vild. Ferðaskrínin þeirra hafa svo verið vinsæl til þess m.a að taka með í ferðalagið, sund eða ræktina.

Skoða vöruflokk

Vakin me

Vakin me er sænsk vörumerki sem framleiðir heimilis og líkamsvörur þar sem hjartað úr náttúrunni og náttúruleg efni koma saman.

Skoða vöruflokk

Victorian

Victorian kertin eiga uppruna sinn til Frakklands, falleg kerti með dásamlegum ilm er alltaf notaleg gjöf.

Skoða vöruflokk

Karfa

Congratulations! Your order qualifies for free shipping Ef þú verslar fyrir 15.000 kr meira þá færðu fría heimsendingu.
No more products available for purchase