Nánari upplýsingar
Notkun
Andlitshreinsun ætti að fara fram tvisvar á dag - á morgnana eftir að húðin losar sig við olíur yfir nóttina - og á kvöldin eftir að óhreinindi úr andrúmsloftinu hafa safnast á húðina yfir daginn.
Innihald
Aqua (water), Caprylic/Capric Triglyceride (emulsifier), Hexyl Laurate (emollient ester), Glycerin (humectant), Polyglyceryl-4 Laurate/Succinate (emulsifier), Cetearyl Alcohol (emollient), Sorbitan Stearate (emulsifier), Xanthan Gum (emulsifier og teexture-enhancer), Sodium Benzoate (preservative), Potassium Sorbate (preservative).
Hagnýtar upplýsingar
Helstu orsök óhreininda í húð kemur frá olíu, óhreinindum, dauðum húðfrumum eða förðunarvörum. Hreinsimjólkin frá Grums er notuð til að fjarlægja slík óhreinindi og hjálpar til við að halda svitaholum hreinum og minnkar óhóflega fituframleiðslu húðar.
Þar sem flestar húðvörur eru ekki vatnsleysanlegar er andlitshreinsir nauðsynlegur í hverri húðumhirðu.
Um Grums
Danskt vörumerki
Grums var stofnað árið 2016 af Simon og Rasmus í Árósum í Danmörku. Grums framleiðir hágæða sjálfbærar húðvörur úr kaffikorgi frá La Cabra Coffee Roasters í Árósum, Danmörku. Þeir trúa því að hægt sé að búa til húðvörur út frá sjálfbæru hugarfari og hráefnum án þess að skerða gæði, útlit, áferð eða eiginleika.
Umhverfið í fyrirrúmi
Allar vörurnar frá Grums eru ‘Green Certified’ og 100% vegan, nema andlitsskrúbburinn en hann er með býflugnavaxi og er því eina varan sem er ekki vegan. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, umbúðirnar eru úr „Green plastic“. Búnar til úr PE- plasti - plöntu sykrum (plant based plastic) og eru 100% endurvinnanlegar.
Gefa til baka
Grums er meðlimur „1% for the planet“ sem þýðir að þeir gefa 1% af ágóða sínum til góðgerðasamtaka umhverfismála til að hjálpa jörðinni.